Árið 2002 í Reykjanesbæ

5. landsmót íslenskra kvennakóra 3-5. maí 2002

Staðsetning

Reykjanesbær

Mótshaldarar

Kvennakór Suðurnesja

Mótsgestir

Kvennakórinn Ymur
Stjórnandi: Elfa M. Ingvadóttir

Kvennakór Hafnarfjarðar
Stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg

Kvennakórinn Ljósbrá
Stjórnandi: Nína María Morávek
Undirleikari: Arnhildur Valgarðsdóttir

Kvennakór Siglufjarðar
Stjórnandi: Elías Þorvaldsson

Kvennakórinn í Bolungarvík
Stjórnandi: Guðrún B. Magnúsdóttir

Kvennakór Reykjavíkur
Stjórnandi: Sigrún Þorgeirsdóttir

Kvennakórinn Seljurnar
Stjórnandi: Ingibjörg Guðjónsdóttir
Undirleikari: Valgerður Andrésdóttir

Kvennakór Garðabæjar
Stjórnandi: Ingibjörg Guðjónsdóttir
Undirleikari: Valgerður Andrésdóttir

Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur
Stjórnandi: Sigrún Þorgeirsdóttir

Kvennakórinn Norðurljós
Stjórnandi: Sigríður Óladóttir

Kyrjukórinn Þorlákshöfn
Stjórnandi: Stefán Þorleifsson

Jórukórinn, Selfossi
Stjórnandi: Helena Káradóttir
Undirleikari: Þórlaug Bjarnadóttir

Kvennakór Suðurnesja
Stjórnandi: Sigurður Sævarsson
Undirleikari: Geirþrúður Bogadóttir

Fjöldi mótsegesta

387 konur tóku þátt í landsmótinu

Mótsstjóri

Margrét Bóasdóttir

Tónleikar haldnir í Keflavíkurkirkju föstudaginn 3.maí

Dagskrá tónleikana í Keflavíkurkirkju 3.maí

Jórukórinn, Selfossi
Kenndu mér að kyssa rétt
Austanfjallspolki

Kvennakórinn Seljurnar
Sá vonsvikni, Fljúgðu söngfugl, úr Moravískum dúettum Op 32

Kvennakór Hafnarfjarðar
Hljóðnar nú haustblær
Come again! Sweet love doth now invite
Agnus Dei 

Kvennakórinn Ljósbrá
Sápukúlur
Kata litla í koti

Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur

Kvennakór Bolungarvíkur
The girl from Ipanema
The banana boat song
La Cumparsita

Kvennakór Suðurnesja
Varen
Money, money

Lokatónleikar landsmótsins voru haldnir í íþróttahúsinu sunnudaginn 4. maí

Flutningur kóra á hópverkefnum.
Hljómasyrpa, sérstaklega raddsett fyrir landsmótið af Aðalheiði Þorsteinsdóttur
Sigvaldahópur, flutti lög eftir Sigvalda Kaldalóns,
Vorvindur og Mamma ætlar að sofna
Kirkjulegt verk, Maria, Mater Gratiae

Sameiginleg lög
Allir kórarnir saman

Maístjarnan (flutt af tilefni 100 ára afmælis Halldórs Laxness)
Máríuvers
Vinamót (samið sérstaklega fyrir landsmótið af Sigurði Sævarssyni)
Þjóðsöngurinn

Kvennakórinn Ymur
Uti var hage
Gömul vísa um vorið

Kvennakór Garðabæjar
Abba labba lá
Oh, Peter do ring them bells

Kvennakór Reykjavíkur
Hættu að gráta hringaná
Spinna minni

Kvennakór Siglufjarðar
Við gengum tvö
Dagný

Kyrjukórinn Þorlákshöfn

Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík
Love changes everything
Aðeins þú

Kvennakór Suðurnesja
Meyjarblómi
America

Námskeið og leiðbeinendur

Söngtækni: Jóhann Smári Sævarsson
Afrískur söngur/hreyfing: Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Alexanderstækni: Jónína Ólafsdóttir

Almenn lýsing á landsmótinu

Þetta var 5. landsmót kvennakóra á Íslandi og það fjölmennasta fram að þessu. Mikill áhugi var hjá kórkonum Kvennakórs Suðurnesja að gera mótið sem glæsilegast og með hjálp bæjarfélagana, fyrirtækja á Suðurnesjum, kórkonum bæði starfandi og konum sem höfðu starfað með kórnum, að ógleymdum fjölskyldum kórkvenna tókst að gera einmitt það.

Byrjað var á því að kórar hittust í íþróttahúsi bæjarins milli klukkan 18. og 19. á föstudeginum og fengu þar afhend mótsgögn og hittu sína tengla sem voru eldri kórfélagar mótshaldara og tóku að sér að halda utan um kórana á meðan á mótinu stóð. Síðan var snæddur léttur kvöldverður og haldið eftir það í Keflavíkurkirkju. Þar hélt Aðalheiður Gunnarsdóttir, þáverandi formaður Kvennakórs Suðurnesja opnunarræðu og setti mótið. Margrét Bóasdóttir tók síðan við taumunum en hún var mótsstjóri landsmótsins í Reykjanesbæ og stóð sig með mikilli prýði eins og hennar er von og visa. Margrét kynnti síðan tónleika sem voru í beinu framhaldi og þar komu fram með eigin prógram um helmingur þátttökukóra á mótinu. Eftir tónleikana fór síðan allur hópurinn í rútum í Bláa lónið þar sem hægt var að skella sér í lónið og láta líða úr sér ferðaþreytuna eða að fá sér drykk og léttar veitingar. Þarna varð úr hin yndislegasta stund og lagið að sjálfsögðu tekið líka.

Á laugardeginum var síðan farið snemma af stað og veitti ekki af þar sem miklu þurfti að koma í verk þann daginn. Æfð voru sameiginlegu lög kóranna, kórarnir æfðu hópaverkefnin og síðan var öllum hópnum skipt í fjóra hópa sem skiptust á að fara á þau þrjú námskeið sem í boði voru og skoðunarferð með rútu í Duus hús í Reykjanesbæ. Klukkan fimm átti síðan að fara í Slippinn í Keflavík þar sem fara átti fram gjörningur og flutningur kirkjulega verksins í hópavinnunni en veðurguðirnir voru ekki alveg sáttir þessa helgi og helltu yfir okkur rigningu og roki þannig að fresta varð þeirri ferð en að öðru leyti hafði veðrið ekki áhrif. Klukkan 20:00 hittust síðan allir í Íþróttahúsinu til hátíðarkvöldverðar og kvöldvöku. Þarna var mikið fjör og mikið gaman og var bókstaflega dansað á borðum í sumum tilfellum. Þessi skemmtun verður lengi í minnum höfð á Suðurnesjum, enda alveg einstaklega fjörug og skemmtileg.

Sunnudagurinn var svo tekinn snemma og byrjað að æfa á fullu strax klukkan níu. Síðan héldu kórarnir í Keflavíkur og Ytri-Njarðvíkurkirkju í guðsþjónustu kl. 11. Hádegismatur var snæddur á eftir í Íþróttahúsinu, síðasta hönd lögð á lokatónleikana sem síðan byrjuðu kl. 14. Þetta voru glæsilegir tónleikar og alveg stórfenglegt að heyra allan þennan hóp syngja saman. Að endingu var síðan kveðjusamsæti þar sem kórarnir þökkuðu fyrir sig og bæjarstjóri Reykjanesbæar og menningarfulltrúinn héldu ræður og þökkðu öllum fyrir komuna.

Margrét Bóasdóttir sleit síðan mótinu og voru það margar ánægðar konur sem héldu heim á leið að lokinni kveðjustund.

Bolir og myndir af hverjum kór

Bolir með mynd af Íslandi þar sem merkt var inn á allir þeir staðir á landinu sem landsmót hafði verið haldið.

Listakonan Hildur Harðardóttir í Kvennakór Suðurnesja málaði myndir af öllum kórunum í sínum kórbúningum sem hægt var að kaupa á mótinu.

Landsmótslagið

Vinamót (2002)
Lag: Sigurður Sævarsson
Ljóð: Hallgrímur Pétursson

VHS upptaka frá mótinu

Gerð var VHS spóla með upptökum af þeim tónleikum sem haldnir voru á mótinu og innskotum frá námskeiðum, skemmtunum og uppákomum á meðan á mótinu stóð. Kórarnir gátu lagt inn pöntun á mótinu og keypt þessa spólu.