LANDSMÓT ÍSLENSKRA KVENNAKÓRA

HALDIÐ Í REYKJAVÍK Í MAÍ 2020

Ellefta landsmót Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra verður haldið dagana 7.-10. maí 2020 í Reykjavík.

Það er Kvennakór Reykjavíkur sem sér um skipulagningu mótsins og býður kórkonur hjartanlega velkomnar í höfuðborgina.

Kvennakór Reykjavíkur hefur hafið undirbúning af fullum krafti og má segja að hann hafi staðið yfir frá því í rútunni á leiðinni heim eftir frábært landsmót á Ísafirði vorið 2017.

Markmið kórkvenna Kvennakórs Reykjavíkur eru að allar konur sem taka þátt í mótinu, njóti hverrar stundar sem allra best og að það náist að skapa þá frábæru stemmingu, sem landsmótin fram til þessa hafa náð fram, í Reykjavík, þrátt fyrir stærð höfuðborgarinnar.

Við erum orðnar gríðarlega spenntar og hlökkum til að sjá ykkur :)

Munið myllumerki mótsins #syngjandivor2020

Heimasíða mótsins er hér: http://kvennakorinn.is/landsmot-2020/

Facebooksíða mótsins er hér: https://www.facebook.com/landsmot2020/ 

Nánari upplýsingar munu koma þegar nær dregur