Heiðursviðurkenning á landsmóti 2011
- Heiða Gunnarsdóttir

Heiða Gunnarsdóttir hefur aðstoðað Gígjuna í gegnum árin við vefsetrið. Hún hafði yfirumsjón með gerð þess eins og það er í dag. Hún sat í stjórn Gígjunnar frá 2004 til 2008 og var vefstjóri sambandsins í nokkur ár. Hún hefur mikinn áhuga á kvennakórastarfi og hefur ávallt verið tilbúin að aðstoða stjórn Gígjunnar þegar þess hefur verið óskað.

Heiða þakkaði kærlega fyrir sig og benti kórkonum á að vera duglegar að senda inn fréttir á vefsetur Gígjunnar og þá mega þær fréttir vera af öllu sem kórkonur eru að gera, meira að segja berjaferðir og þess háttar skemmtilegheit. Hún sagði líka frá því að vefsetrið yrði uppfært í haust. Einnig sagði hún svo skemmtilega frá því að dóttir hennar myndi örugglega koma til með að starfa fyrir Gígjuna. Hún ætti bara eftir að eignast hana.