Heiðursviðurkenning á landsmóti 2011
- Margrét Bóasdóttir

Margrét Bóasdóttir er verndari Gígjunnar og hafa stjórnarkonur alltaf getað leitað til hennar með ýmis málefni og fengið góð ráð og leiðbeiningar. Hún hefur unnið ötullega með Gígjunni og var aðalhvatamaður að stofnun landssambandsins. Hún stóð fyrir fyrsta landsmóti kvennakóra í Ýdölum árið 1992 ásamt Kvennakórnum Lissý sem hún stjórnaði þá. Hún hefur verið mótsstjóri á nokkrum landsmótum kvennakóra og verið mótshöldurum ómetanleg aðstoð enda hafsjór af reynslu og fróðleik. Hún hefur stjórnað mörgum kórum á löngum og farsælum ferli og stjórnar nú Kvennakór við Háskóla Íslands.

Margrét Bóasdóttir þakkaði Gígjunni kærlega fyrir viðurkenninguna og var mjög ánægð með gripinn sem hún fékk.