• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Vel heppnuð söngferð Kvennakórs Garðabæjar til Kaupmannahafnar í október

3. nóvember 2007
Kvennakór Garðabæjar fór í söngferð til Kaupmannahafnar í október til að heiðra Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Kórarnir sungu meðal annars saman á tónleikum í Bæjarsafni Kaupmannahafnar. Framundan hjá Kvennakór Garðabæjar er undirbúningur aðventutónleika sem haldnir verða í Digraneskirkju 3. desember.Til heiðurs Íslenska kvennakórnum í Kaupmannahöfn
Starf Kvennakórs Garðabæjar blómstrar sem fyrri daginn enda kraftmikill og metnaðarfullur hópur þar á ferð. Kórinn er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn úr fjögurra daga söngferð þar í borg. Kórnum fylgdu fjölmargir makar, yfir 60 ferðalangar í allt, enda vel heppnuð ferð hópsins til Prag og Vínarborgar árið 2005 þátttakendum enn í fersku minni. Megintilgangur ferðarinnar var að heiðra Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn á 10 ára starfsafmæli hans. Sá kór var stofnaður á haustmánuðum 1997 af Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu og kórstjóra Kvennakórs Garðabæjar. Hún stjórnaði kórnum fyrstu tvö árin og fór m.a. með hann í söngferð til Íslands og hlaut kórinn mikið lof fyrir frammistöðu sína.
Kvennakór Garðabæjar fór í söngferð til Kaupmannahafnar í október til að heiðra Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Kórarnir sungu meðal annars saman á tónleikum í Bæjarsafni Kaupmannahafnar. Framundan hjá Kvennakór Garðabæjar er undirbúningur aðventutónleika sem haldnir verða í Digraneskirkju 3. desember.Sungið í íslenska sendiráðinu og tónleikar haldnir í Bæjarsafni Kaupmannahafnar
Við komuna til Kaupmannahafnar var farið í Íslenska sendiráðið á Norðurbryggju þar sem Svavar Gestsson sendiherra tók á móti hópnum og söng kórinn nokkur íslensk lög af því tilefni. Stærsti söngviðburður ferðarinnar var á laugardeginum 27. október þar sem Kvennakór Garðabæjar hélt glæsilega tónleika fyrir fullu húsi í hátíðarsal Bæjarsafns Kaupmannahafnar á Vesterbrogade. Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn var gestur á tónleikunum og flutti þar nokkur verk auk þess sem kórarnir sungu saman. Efnisskráin var fjölbreytt en hæst bar lög Atla Heimis Sveinssonar við texta Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldsins nú í ár. Fölmargir brottfluttir íslendingar voru í salnum og sáust tár á hvörmum þegar íslensku ættjarðarlögin voru sungin.
Kvennakór Garðabæjar fór í söngferð til Kaupmannahafnar í október til að heiðra Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Kórarnir sungu meðal annars saman á tónleikum í Bæjarsafni Kaupmannahafnar. Framundan hjá Kvennakór Garðabæjar er undirbúningur aðventutónleika sem haldnir verða í Digraneskirkju 3. desember.Kaupmannahöfn hefur upp á margt að bjóða
Ýmislegt fleira var gert sér til skemmtunar þessa daga. Eiginmenn kórkvenna kynntu sér borgina undir leiðsögn Þorvaldar Flemming Jensen á meðan kórkonur æfðu fyrir tónleikana. Báðir kórarnir tóku þátt í skemmtilegu og fræðandi námskeiði í spuna og söng hjá þekktum dönskum kórstjóra auk þess að halda sameiginlega kóræfingu í hinu fallega húsi Íslendinga, Jónshúsi. Hluti ferðalanga gekk með Sigrúnu Gísladóttur um Íslendingaslóðir í borginni. Sigrún er mörgum Garðbæingum kunn sem fyrrverandi skólastjóri Flataskóla og er kórkona Íslenska kvennakórsins í Kaupmannahöfn. Ekki var hægt að yfirgefa borgina án þess að fara í óperuna og upplifa glæsileikann bæði í húsinu og tónlistinni. Að sjálfsögðu voru verslanir á Strikinu kannaðar í þaula og hin ýmsu veitingahús borgarinnar heimsótt, þar á meðal ævintýraheimur matgæðinga, Restaurationen, sem rekinn er af Jacobsen hjónunum sem störfuðu áður fyrir dönsku hirðina.
Kvennakór Garðabæjar fór í söngferð til Kaupmannahafnar í október til að heiðra Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Kórarnir sungu meðal annars saman á tónleikum í Bæjarsafni Kaupmannahafnar. Framundan hjá Kvennakór Garðabæjar er undirbúningur aðventutónleika sem haldnir verða í Digraneskirkju 3. desember.Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar 3. desember
Framundan hjá Kvennakór Garðabæjar er undirbúningur aðventutónleika sem haldnir verða mánudaginn 3. desember í Digraneskirkju. Fylgist með á heimasíðu Kvennakórs Garðabæjar: http://www.kvennakor.is/ en þar er einnig krækja á heimasíðu Íslenska kvennakórsins í Kaupmannahöfn; http://www.kvennakorinn.dk/.
Lesa meira

Ný heimasíða Kvennakórs Kópavogs

2. nóvember 2007
Kvennakór Kópavogs hefur eignast nýja og glæsilega heimasíðu. Síðan er almenn kynningarsíða á kórnum og á henni er meðal annars að finna: upplýsingar um stjórn og nefndir, siðareglur kórsins, félagatal, myndir, fréttir af starfinu og ýmsa tengla. Á heimasíðunni er einnig læst svæði sem er eingöngu fyrir félaga kórsins. Ný heimasíða Kvennakórs Kópavogs er ætluð til að styrkja kórstarfið sem og að hjálpa til við æfingar á lögum.Heimasíða fyrir almenning og einnig læst svæði fyrir kórkonur
Ný heimasíða hefur loksins litið dagsins ljós hjá Kvennakór Kópavogs Nú á tækniöld fannst kvennakórskonum vera komin tími á að nýta tæknina til sóknar í kórstarfinu. Því var farið í vinnu við að finna leiðir til að koma efni og upplýsingum um kórinn út á netið. Eins fannst okkur mikilvægt að hafa þar miðlægan stað þar sem kórkonurnar gætu nálgast ýmislegt eins og raddæfingar, fundargerðir, félagatal og ýmsar prívatupplýsingar kórsins á innraneti þar sem kórkonur þurfa að skrá sig sérstaklega inn. Þannig minnkum við póstsendingar til allra og hættu á að einhver fái ekki eða eyði út upplýsingum sem nauðsynlegt er að hafa aðgang að. Heimasíðan verður í áframhaldandi vinnslu og þróun en nú þegar hefur komið í ljós notagildi hennar.
Kvennakór Kópavogs hefur eignast nýja og glæsilega heimasíðu. Síðan er almenn kynningarsíða á kórnum og á henni er meðal annars að finna: upplýsingar um stjórn og nefndir, siðareglur kórsins, félagatal, myndir, fréttir af starfinu og ýmsa tengla. Á heimasíðunni er einnig læst svæði sem er eingöngu fyrir félaga kórsins. Ný heimasíða Kvennakórs Kópavogs er ætluð til að styrkja kórstarfið sem og að hjálpa til við æfingar á lögum.Allar æfingar Kvennakórs Kópavogs eru teknar upp og aðgengilegar á netinu á læstu svæði á heimasíðunni
Kórinn fjárfesti í vönduðu upptökutæki í haust og hafa allar æfingar verið teknar upp síðan þá. Öll lög af raddæfingum verða aðgengileg á netinu fyrir kórkonur og lögum af sameiginlegum æfingum er einnig komið til kvennana. Þetta hefur reynst mjög vel og mun örugglega skila sér í betur æfðum kór. Kvennakór Kópavogs hefur einnig fengið nýtt póstfang: kvennakorkopavogs(hjá)gmail.com Heimasíða Kvennakórs Kópavogs: http://kvennakorkopavogs.googlepages.com/
Lesa meira

Spilavist og fjáröflunarkvöldverður hjá Kyrjukórnum í Þorlákshöfn

1. nóvember 2007
Kyrjukórinn í Þorlákshöfn er að fara að halda sína árlegu þriggjakvölda spilavist til fjáröflunar starfi kórsins. Byrjað verður að spila í kvöld fimmtudaginn 1. nóvember og haldið verður áfram að spila næstu tvö fimmtudagskvöld. Vinningar, ekki af verri endanum, eru fyrir hvert kvöld t.d. fiskur og nuddtímar. Spilavist Kyrjukórsins hefur mælst mjög vel fyrir og er mjög skemmtileg. Á laugardagskvöldið næsta er ein af kórfélögum búin að bjóða kórnum heim til kvöldverðar og er það einnig hluti af fjáröflun kórsins. Baukur verður á staðnum fyrir frjáls framlög. Þemað í kvöldverðarboðinu er bleikt í tilefni af brjóstakrabbameinsmánuðnum sem rétt er liðinn.

Lesa meira

Vox feminae frumflytur Stabat Mater eftir John A. Speigt í Háteigskirkju 3. og 4. nóvember

31. október 2007
Kvennakórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur heldur tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember kl. 17 báða dagana. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Mater Dei, verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms, Deutschmann, Schubert, Rheinberger og Durante auk þess sem kórinn frumflytur nýtt verk, Stabat Mater, sem tónskáldið John A. Speight hefur samið sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og Vox feminae.Vox feminae heldur upp á 15 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir
Flytjendur á tónleikunum auk Vox feminae eru Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzósópran, Daði Kolbeinsson, englahorn, Sif Tulinius, 1. fiðla og konsertmeistari, Pálína Árnadóttir, 2. fiðla, Svava Bernharðsdóttir, víóla, Sigurgeir Agnarsson, selló, Hávarður Tryggvason, bassi og Antonía Hevesi, orgel. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét J. Pálmadóttir en frumflutningi verksins Stabat Mater mun höfundurinn John A. Speight stjórna. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röðinni af veglegri og glæsilegri dagskrá sem Kvennakórinn Vox feminae mun standa fyrir á afmælisári sínu en í haust hóf kórinn sitt fimmtánda starfsár. Kórinn hefur aldrei fengið svo stórt tónverk tileinkað honum sérstaklega og er því um merkan viðburð í sögu kórsins að ræða. Miðaverð er kr. 2500 og verða miðar seldir við innganginn.
Kvennakórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur heldur tónleika í Háteigskirkju laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember kl. 17 báða dagana. Á tónleikunum sem bera yfirskriftina Mater Dei, verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Brahms, Deutschmann, Schubert, Rheinberger og Durante auk þess sem kórinn frumflytur nýtt verk, Stabat Mater, sem tónskáldið John A. Speight hefur samið sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og Vox feminae.Stabat Mater byggir á harmljóði eftir ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti
Verkið byggir á hinu sígilda harmljóði, Stabat Mater Dolorosa, eftir ítalska ljóðskáldið Jacopo de Benedetti og fjallar um hinn djúpa skerandi harm móður sem stendur við kross sonar síns og fylgist með dauðastríði hans án þess að geta nokkuð að gert. Stóð við krossinn mærin mæra, Mændi´á soninn hjartakæra,- Grátin sá, hvar Guðs son hékk. Sorgin önd og sálu marði, Svo að brjóstið treginn harði Eins og sverð í gegnum gekk. (íslensk þýðing Matthías Jochumson)
Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 140
    • 141
    • 142
    • 143
    • 144
    • 145
    • 146
    • 147
    • 148
    • 149
    • 150
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra