• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Fréttapistill frá Kvennakór Akureyrar

14. mars 2016

Frá áramótum hefur Kvennakór Akureyrar aðallega unnið að undirbúningi fyrir tónleika og tónleikaferð til Króatíu í sumar.

Til að undirbúa þetta var kórinn með æfingahelgi að Húsabakka í Svarfaðardal helgina 27.-28. febrúar. Æfingahelgar sem þessi eru auk æfinganna notaðar til fræðslu, til að þjappa kórkonum saman, gefa þeim tækifæri til að kynnast betur og til að skemmta hver annarri með leik og söng.

Laugardagurinn hófst með Núvitundaræfingum en að þeim loknum var fyrst fundur um Króatíuferðina og síðan almennur félagsfundur. Því næst tóku við söngæfingar undir stjórn Daníels kórstjóra og æft fram að kvöldverði, sem konur úr kórnum matreiddu og framreiddu af tærri snilld.

Að kvöldverði loknum var brugðið á leik og hver rödd fyrir sig sá um skemmtiatriði en alt1 var skemmtinefndin þetta árið og sá um skipulagningu kvöldvökunnar. Að vanda var mikið hlegið og má með sanni segja að þessar kvöldvökur séu á við þó nokkuð marga tíma í hláturjóga.

Á sunnudagsmorgni var svo byrjað aftur með morgunmat kl. 8 og æft stíft með smá hléum til kl. 15, en að því búnu haldið heim.

Þann 3. mars stóð kórinn að tónleikum í Akureyrarkirkju til heiðurs Birgi Helgasyni ásamt Karlakór Akureyrar-Geysi, Hymnodiu og Rúnarkórnum, sem allir starfa á Akureyri. Húsfyllir var á tónleikunum og þóttu þeir takast með miklum ágætum. Efnisskráin samanstóð af 22 lögum sem öll voru eftir Birgi Helgason og ánægjulegt að hann var sjálfur þar viðstaddur tæpra 82 ára að aldri.

Birgir Helgason er Akureyringum vel kunnur, enda starfaði hann áratugum saman sem tónlistarkennari við Barnaskóla Akureyrar og veitti nemendum þar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir. Birgir er einnig afkastamikið tónskáld og samdi mörg laganna sem sungin voru af Kór Barnaskóla Akureyrar meðan hann stjórnaði honum.

Myndirnar tók Ágúst Ólafsson.

Lesa meira

Góugleði Kvennakórs Garðabæjar

8. mars 2016
​Góugleði, menningardagskrá í tali og tónum, verður haldin fimmtudaginn 10. mars 2016, kl. 20 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, Garðabæ.

Á Góugleðinni koma fram listamenn og aðrir sem tengjast Garðabæ á einn eða annan hátt. 

Hin landsþekkta Sigga Kling bregður sér í hlutverk veislustjóra og mun halda utan um dagskrárliði kvöldsins.

Listamaður Garðabæjar, Karólína Eiríksdóttir, tónskáld kynnir verk sín auk þess sem þrjú verka hennar verða flutt m.a. af Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara og Kvennakór Garðabæjar en kórinn frumflytur verkið "Fuglatal brot úr yfirliti yfir fuglana á Íslandi" við texta Jónasar Hallgrímssonar.

Ræðumaður kvöldsins verður Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og ráðgjafi SHJ ráðgjafa. 

Frá Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram efnilegir nemendur og flytja verk fyrir píanó og þverflautu.

Að sjálfsögðu mun Kvennakór Garðabæjar stíga á stokk og syngja nokkur lög undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur sópransöngkonu og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, píanóleikara.

Kaffihúsastemning og kaffi og kruðerí að hætti kórkvenna.
Aðgangseyrir er 1500 kr.

Kvennakór Garðabæjar og menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa að Góugleðinni.​
Lesa meira

Syngjandi konur á Vesturlandi

1. mars 2016

Enn á ný er blásið til söngbúða með Kristjönu Stefánsdóttur, djass söngkonu, þar sem öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt. 

Söngbúðirnar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 12. - 13. mars 2016. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu Stefánsdóttur.  Zsuzsanna Budai mun vera hennar hægri hönd við að þjálfa hópinn. Tónlistarmenn sem munu styðja við sönginn eru þeir; Sigþór Kristjánsson á trommur, Karl Olgeirsson á píanó,   Sigurður Jakobsson á bassa og Einar  Þór Jóhannsson á gítar.  

Markmiðið er að:

  1. Efla söng og þjálfun meðal kvenna á Vesturlandi. Dýpka og breikka sviðið með því að einbeita sér að ákveðnum þætti tónlistar; djassinum og kalla til aðstoðar eina færustu djass söngkonu landsins, Kristjönu Stefánsdóttur.
  2. Að hvetja ungar konur til að ganga til liðs við kóra á Vesturlandi til að tryggja endurnýjun með því að bjóða þeim upp á söngdagskrá sem ætti að höfða til þeirra.
  3. Að kalla til samstarfs konur víðsvegar að úr landshlutanum.
  4. Að gefa konum sem syngja í blönduðum kórum kost á að æfa og syngja með kvennakór.
  5. Að sýna afrakstur starfsins með tónleikahaldi
  6. Að kynna hið öfluga kórastarf sem fram fer á Vesturlandi

Dagskrá:

Laugardagur 12. mars:

Mæting kl. 9-10

Kl.10 Söngæfingar

Kl. 12-13 Hádegishlé

Kl. 13-17 Söngæfing

Kl. 19 Hátíðarkvöldverður og skemmtun, valfrjálst, greiðist sér. 

Sunnudagur 13. mars:

Kl.10-12 Söngæfingar

Kl. 12-13 Hádegishlé

Kl. 13-15  Söngæfingar

Kl. 17 Tónleikar í Hjálmakletti í Borgarnesi.

Síðan er ætlunin að halda þrenna tónleika.  Þeir fyrstu verða eins og fram kemur í dagskrá, sunnudaginn 13. mars kl. 16 í Hjálmakletti.  Þátttaka í tónleikunum er valfrjáls en auðvitað verður þetta mjög gaman  Næstu tónleikar verða í Grundarfjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 16. mars kl. 20 og laugardaginn 19. mars er ætlunin að fara með rútu frá Borgarnesi til Hólmavíkur og hitta góðar konur.  Þar ætlum við að syngja í kirkjunni kl. 15 og stefnum að sameiginlegri máltíð að því loknu.  Þetta á eftir að útfæra betur.   Gerum einnig ráð fyrir að það fari rúta frá Borgarnesi  til Grundarfjarðar.  Verð verður í lágmarki fyrir rútuferðir. 

Ætlunin er að vera með blönduð lög, íslensk og erlend.  Þau lög sem ætlunin er að æfa eru:   

  1. Perfect – Fairground Attraction
  2. The tide is high
  3. Stairway to heaven
  4. Still haven´t found what I´m looking for
  5. Take me to church
  6. Ring Ring
  7. Hudson Bay
  8. Líttu sérhvert sólarlag
  9. Boy from New York city
  10. Rolling in the deep
  11. Irish blessing
  12. Eitthvað undarlegt
  13. Konur stöndum saman nú
  14. Efemia
  15. Jungle drum
  16. Friðarbæn
  17. Umvafin englum

Öllum syngjandi konum er velkomið að taka þátt í verkefninu.

Undirbúningur, skipulag og stjórn verkefnisins er í höndum stjórnar Syngjandi kvenna á Vesturlandi. Fjármögnun er í gegnum þátttökugjöld.   

Kostnaður:

Þátttökugjald: 16.000 kr. Innifalið er námskeið, mappa með nótum, morgun-, hádegis- og síðdegishressing.

Hátíðarkvöldverður (valfrjálst) 4.500 kr

Þær konur sem vilja gista á staðnum (Borgarnesi og nágrenni) hafa sjálfar samband við gististaði og panta gistingu. Þá staði sem benda má á eru Hótel Borgarnes, Farfuglaheimilið í Borgarnesi, Egils Guesthouse, Hótel Hamar, Borgarnes B&B, Bjarg, Hvíti Bærinn, Gistiheimilið Milli Vina, Kría Guesthouse. Svo eru mun fleiri staðir í nágrenninu, en það er gott að tryggja sér gistingu sem fyrst.

Skráning:

Skráning mun fara fram í gegnum vefslóðina www.vefurinn.is/freyjur og hefjast í janúar. Hver og ein kona þarf að skrá sig; ekki hægt að skrá margar í einu. Fylla þarf út allar upplýsingar: Nafn, kennitala, nafn á kór (ef það á við), þátttaka í hátíðarkvöldverði  og netfang.

Staðfestingargjald er 5.000 kr. óafturkræft sem greiðist við skráningu inn á reikning 0326-26-390 og kt. 511114-0390 og kvittun send á herdisbk@simnet.is og syngjandikonur@gmail.com. Skráning verður ekki gild fyrr en þátttakandi hefur greitt staðfestingargjaldið. Þegar skráning hefur farið fram mun þátttakandi fá aðgang að hljóðskrám og nótum á netinu til að kynna sér efnið.

Lesa meira

Konukvöld Kvennakórs Hafnarfjarðar

18. febrúar 2016

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur konukvöld fimmtudaginn 3. mars þar sem þær munu bjóða upp á léttar veitingar og fjölbreytta dagskrá. Ýmis fyrirtæki munu kynna vöru sína og þjónustu, sýningardömur úr hópi kórkvenna munu sýna nýjustu vor- og sumarlínuna og dregið verður úr fjölda glæsilegra happdrættisvinninga.

Konukvöldið verður haldið í veislusal íþróttamiðstöðvar Hauka á Ásvöllum og hefst kl. 19:30. Aðgangseyrir er 2.000 kr., innifalið er smáréttahlaðborð og aðgöngumiðinn gildir einnig sem happdrættismiði. Miðasala verður við innganginn og eru allar konur hjartanlega velkomnar.

Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 13
    • 14
    • 15
    • 16
    • 17
    • 18
    • 19
    • 20
    • 21
    • 22
    • 23
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra