• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Aðalfundur Gígjunnar laugardaginn 18. október 2014

16. október 2014

Aðalfundur Gígjunnar verður haldinn laugardaginn 18. október kl. 14:00 - 16:00  í Söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116, 105 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar.
  3. Umræða um skýrslu og reikninga.
  4. Tillögur og lagabreytingar.
  5. Ákvörðun árgjalds.
  6. Kosning formanns.
  7. Kosning stjórnar og varamanna.
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  9. Önnur mál.  

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður kynning frá Kvennakór Ísafjarðar vegna landsmóts íslenskra kvennakóra 2017 en það verður haldið á Ísafirði. Að því loknu verður heiðursviðurkenning Gígjunnar afhent.

Í lok fundar verður Sigríður Hulda Jónsdóttir með stutt en áhugavert námskeið undir yfirskriftinni "Efling gleðinnar" en það byggir á rannsóknum innan jákvæðrar sálfræði og tengingu við hugræna atferlismótun. Daglegar hugsanir okkar og venjur stýra miklu um viðhorf okkar og hvernig okkur tekst að takast á við verkefni daglegs lífs. Farið er yfir þá grunnþætti sem efla jákvæðni og vellíðan og gera okkur kleift að takast á við áskoranir og njóta daglegs lífs.

Sigríður Hulda hefur víðtæka reynslu og menntun. Hún hefur skipulagt og stjórnað ótal námskeiðum og ráðstefnum hér á landi og erlendis og flutt fjölmörg erindi. 

Aðildarkórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn. Við viljum vekja athygli á að hver kór getur sent eins marga fulltrúa og hann vill á fundinn. Tveir fulltrúar hvers aðildarkórs hafa atkvæðisrétt á aðalfundi skv. lögum Gígjunnar. 

Lesa meira

Hausttónleikar Senjórítukórs Kvennakórs Reykjavíkur

16. október 2014

Hausttónleikar Senjórítukórs Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir í Grensáskirkju sunnudaginn 19. október kl. 16.

Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg.

Stjórnandi Senjórítanna er Ágota Joó og píanóleikari er Vilberg Viggósson. 

Aðgangur kr. 1500. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Ekki er tekið á móti greiðslukortum.

Lesa meira

Fréttir frá Freyjukórnum

15. október 2014

Freyjukórinn í Borgarfirði æfir í Logalandi í Reykholtsdal í vetur á miðvikudögum frá kl. 18:00 – 20:15 og hófust æfingar 17. september s.l. Miðvikudaginn 8. október var Kristjana Stefánsdóttir með raddþjálfun. Haustfundur og langur laugardagur var 11. október.

Miðvikudaginn 29. október kl. 20:00 heldur kórinn tónleika til styrktar bleiku slaufunni í Borgarneskirkju. 

Laugardaginn 29. nóvember heldur kórinn aðventutónleika með Gissuri Páli Gissurarsyni kl. 17:00 í Borgarneskirkju og kl. 20:30 í Reykholtskirkju.

Eftir áramótin er stefnt á sameiginlega tónleika með karlakórnum Söngbræðrum. Í mars er gert ráð fyrir að kórinn standi í fjórða sinn fyrir helgi Syngjandi kvenna á Vesturlandi með Kristjönu Stefánsdóttur og starfsárinu mun ljúka með tónleikum tileinkuðum 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna.

Lesa meira

Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar

14. október 2014

Enn á ný býður Kvennakór Garðabæjar til menningarvöku í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, fimmtudaginn 16. október kl. 20. Dagskráin er að venju fjölbreytt í tali og tónum og munu gestir njóta léttra veitinga að hætti kórkvenna þessa kvöldstund.

Menningarvakan er fastur liður í framlagi Kvennakórs Garðabæjar til menningar í Garðabæjar. Ingibjörg Guðjónsdóttir er listrænn stjórnandi menningarvökunnar.

Ræðumaður kvöldsins verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og mun hún tala um það að vera miðaldra hippi á breytingarskeiði!

Soffía Sæmundsdóttir, myndlistarmaður og bæjarlistamaður Garðabæjar spjallar um verk sín og listsköpun.

Nemendur á framhaldsstigi í Tónskóla Garðabæjar leika af fingrum fram. Þórhildur Þorleiksdóttir, trompet og Helgi Þorleiksson, slagverk.

Kvennakór Garðabæjar syngur fjölbreytta efnisskrá undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. Undirleikari verður Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari.

Kynnir kvöldsins verður leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona.

Kaffi og léttar veitingar að hætti kórkvenna verða í boði.
Miðaverð 1800 kr. Húsið opnar 19.30

Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 31
    • 32
    • 33
    • 34
    • 35
    • 36
    • 37
    • 38
    • 39
    • 40
    • 41
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra