• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

23. maí 2013

Kvennakór Reykjavíkur auglýsir vortónleika kórsins í Fella- og Hólakirkju, 26. maí 2013, kl. 17:00. 

Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður 1993 og heldur upp á tuttugu á afmæli sitt í ár.
Til að fagna þessum tímamótum hélt kórinn tónleika, sem báru nafnið Frá konu til konu í Eldborgarsal Hörpu ásamt öllum kórum, sem starfað hafa í tengslum við Kvennakór Reykjavíkur. Og nú er komið að því að fagna með vortónleikum kórsins réttum tuttugu árum eftir fyrstu tónleika hans.

Vortónleikarnir bera keim vorkomu og gleði. Litið er um öxl og rifjuð upp lög frá tuttugu ára ferli í bland við nýtt efni. Sungin verður íslensk tónlist, gömul og ný. Ísland farsælda Frón, þjóðlag við ljóð Jónasar Hallgrímssonar; Þó þú langförull legðir eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Stephans G. Stephanssonar; Breyttur söngur eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Huldu og Líttu sérhvert sólarlag, lag og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Í erlenda lagavalinu er mikil fjölbreytni. Hátíðleg, skemmtileg, ljúf og létt tónlist og jafnvel má búast við einhverju óvæntu. Víst að allir finna þar tónlist við sitt hæfi.

Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er Agota Joó. Píanóleik annast Vilberg Viggósson og Hávarður Tryggvason leikur á kontrabassa.

Miðaverð: 3000 kr. / 2500 kr. í forsölu. Miðar fást hjá kórkonum, í síma 8966468 eftir kl. 17 eða á www.kvennakorinn.is

Lesa meira

Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika

20. maí 2013

Kvennakór Akureyrar sækir Blönduós heim þann 25. maí næstkomandi en þá heldur kórinn sína fyrri vortónleika í Blönduóskirkju kl. 15:00. Síðari vortónleikarnir verða daginn eftir þann 26. maí í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl. 16:00. Báðir tónleikarnir hafa yfirskriftina „Sólin þaggar þokugrát“, en það er tilvísun í eitt af lögunum sem eru á efnisskránni í ár og hefur einnig skírskotun í komandi sumar og sól.

Kvennakór Akureyrar var stofnaður á vordögum 2001. Í kórnum starfa nú um 60 konur frá Akureyri og nærsveitum. Fyrsti stjórnandi Kvennakórsins var Björn Leifsson, en hann stjórnaði kórnum til 2003 þegar Þórhildur Örvarsdóttir tók við. Arnór Vilbergsson stjórnaði kórnum frá 2005 til 2008, en Jaan Alavere á haustönn 2008. Núverandi stjórnandi frá því í janúar 2009 er Daníel Þorsteinsson. Frá haustinu 2011 er formaður kórsins Una Þórey Sigurðardóttir. 

Kórinn hefur á að skipa öflugum og skemmtilegum konum á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af því að syngja saman, fyrir sig og aðra.
Tónleikar eru haldnir nokkrum sinnum á ári og farið í söngferðalög reglulega utan sem innanlands. Kórinn hefur þrisvar lagt land undir fót og farið utan, fyrst til Slóveníu, svo til Eistlands og síðasta haust fór kórinn vestur um haf til Kanada þar sem hann söng m.a. við hátíðarhöld á Íslendingadeginum í Gimligarði. Þessa dagana vinnur kórinn að undirbúningi landsmóts kvennakóra sem haldið verður vorið 2014.

Kvennakór Akureyrar er þekktur fyrir mjög fjölbreytt lagaval, hann tekst á við skemmtileg og ögrandi verkefni af ýmsu tagi og fer ekki alltaf troðnar slóðir í þeim efnum. Á efnisskránni í ár má finna íslensk þjóðlög, sótt í smiðju sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, sænsk og norsk þjóðlög, amerískan gospelsöng, enskan madrigala frá 16. öld, aríu eftir Bach, Ave Maria eftir ungverskt tónskáld á 20. öld, jazzsmell frá Dave Brubeck kvartett og svo mætti lengi telja. Nýjasta lagið á efnisskránni var samið fyrir 10 ára afmæli Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra í apríl s.l. Lagið er eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Huldu skáldkonu sem nefnist Breyttur söngur. Margir kvennakórar landsins hafa tekið þetta lag á sína efnisskrá en þetta verður frumflutningur Kvennakórs Akureyrar á því og líklega frumflutningur hér norðan heiða.

Tónleikarnir í Blönduóskirkju, laugardaginn 25. maí, hefjast sem fyrr segir kl. 15:00 en tónleikarnir í Hofi sunnudaginn 26. maí kl. 16:00. Aðgangseyrir er kr. 2500.- en ókeypis fyrir börn að 14 ára aldri. Kórstjóri og undirleikari er Daníel Þorsteinsson.

Lesa meira

Kvennakórinn Seljur í Áskirkju

14. maí 2013

Kvennakórinn Seljur kemur fram á tónleikum í Áskirkju ásamt Strætókórnum miðvikudaginn 15. maí. Á dagskrá eru létt og ljúf lög.

Stjórnandi Seljanna er Svava Kristín Ingólfsdóttir og meðleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Lesa meira

Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar

6. maí 2013

Kvennakór Garðabæjar heldur árlega vortónleika sína sunnudaginn 12. maí í Guðríðarkirkju, Grafarholti og hefjast tónleikarnir kl. 17. Yfirskrift söngdagskrárinnar er „sumarlegt og seiðandi“ sem endurspeglast í fjölbreyttu lagavali og litríkum söng kórsins. Sérstakur gestur er Jón Rafnsson, kontrabassaleikari en píanóleikari kórsins er Sólveig Anna Jónsdóttir og kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir. 

Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum og á netfanginu kvennakor@kvennakor.is. Forsöluverð er 2000 kr. en 800 kr. fyrir börn 16 ára og yngri. Miðaverð við innganginn er 2500 kr. Allar nánari upplýsinga um kórstarfið má finna á www.kvennakor.net og á facebook síðu kórsins. 

Kvennakór Garðabæjar heldur árlega vortónleika sína sunnudaginn 12. maí í Guðríðarkirkju, Grafarholti og hefjast tónleikarnir kl. 17:00.

Yfirskrift söngdagskrárinnar er „sumarlegt og seiðandi“ sem endurspeglast í fjölbreyttu lagavali og litríkum söng kórsins.

Sérstakur gestur er Jón Rafnsson, kontrabassaleikari en píanóleikari kórsins er Sólveig Anna Jónsdóttir og kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir. 

Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum og á netfanginu kvennakor@kvennakor.is. Forsöluverð er 2000 kr. en 800 kr. fyrir börn 16 ára og yngri.
Miðaverð við innganginn er 2500 kr. 

Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 47
    • 48
    • 49
    • 50
    • 51
    • 52
    • 53
    • 54
    • 55
    • 56
    • 57
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra