• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Hjá mér áttu heima - tónleikar Vox feminae

6. maí 2013

Vox feminae blæs til tónleika og býður vorið velkomið undir yfirskriftinni Hjá mér áttu heima. Tónleikarnir verða haldnir í Laugarneskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 20:30 og listrænn stjórnandi er að vanda Margrét J. Pálmadóttir. 

Dagskráin er óður til náttúru lands og þjóðar. Ástsæl þjóð- og alþýðulög skipa öndvegi og að auki verða flutt verk sem samtímatónskáldin Bára Grímsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson hafa samið við þekkt kvæði. 

Þeir sem vilja njóta þessarar stundar með Vox feminae og Margréti J. Pálmadóttur geta nálgast miða í forsölu hjá kórfélögum og í síma 863 4404. Miðaverðið er 2.500 kr. og verða þeir að auki seldir við innganginn meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

Kvennakórinn Salka heldur vortónleika

5. maí 2013

Salka kvennakór á Dalvík heldur sína árlegu vortónleika í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 11. maí kl. 20:30 og að þessu sinni er kórinn með Júróvísjón þema. Á dagskránni eru 15 ný lög sem eru öll útsett af Páli Barna Szabó stjórnanda kórsins auk þess sem kórinn flytur "Þér við hlið" sem Regína Ósk flutti í Júróvisjón fyrir nokkrum árum en lagið var sungið á síðasta landsmóti kvennakóra. 

Í fyrsta skipti verður hljómsveit að spila undir hjá Sölku auk þess sem kórinn er í samstarfi við tónlistarskólann á Dalvík og fékk til liðs við sig flautu-, saxófón- og fiðluleikara sem stunda þar nám. Hljómsveitina skipa þeir Páll Barna Szabó, Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson og Bjarni Jóhann Valdimarsson.

Þetta verða frábærir tónleikar, með hressum og skemmtilegum íslenskum og erlendum júróvísjónlögum í mjög flottum útsetningum.

Miðaverð er 2.500 kr. 

Lesa meira

Ástartöfrar hjá Kyrjunum

5. maí 2013

Kyrjurnar verða með vortónleika fimmtudaginn 9. maí, uppstigningardag, í Seltjarnarneskirkju kl. 17:00.

Yfirskrift tónleikanna er "ástartöfrar…"

Á efnisskránni eru mörg hugljúf lög um ástina bæði innlend og erlend, svo sem eins og "Ástin mín ein", "Ain't Misbehavin" og "Það sem ekki má".

Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, píanóleikari er Halldóra Aradóttir.

Miðaverð er 2.500kr. og er miðasala við innganginn.

Lesa meira

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja

29. apríl 2013

Kvennakór Suðurnesja heldur vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 6. maí og í Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 8. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20:00 bæði kvöldin.

Dagskráin verður létt og skemmtileg en þar má finna ýmsa gamla slagara, bæði íslenska og erlenda auk nokkurra nýrri dægurlaga. Meðal annars heiðra kórkonur minningu Ellýjar Vilhjálms og syngja fjögur af lögum hennar í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Einnig mun kórinn flytja lagið "Breyttur söngur" sem Þóra Marteinsdóttir samdi við ljóð Huldu í tilefni af 10 ára afmæli Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra þann 5. apríl sl.

Í Kvennakór Suðurnesja, sem átti 45 ára afmæli í febrúar, eru konur úr flestum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Auk hennar leika á tónleikunum þau Harpa Jóhannsdóttir á bassa, Högni Þorsteinsson á gítar og Þorvaldur Halldórsson á trommur.

Miðaverð er 2000 kr. við innganginn en aðeins 1500 kr. í forsölu sem fer fram hjá kórfélögum og á netfanginu kvennakorsudurnesja@gmail.com.  

Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 48
    • 49
    • 50
    • 51
    • 52
    • 53
    • 54
    • 55
    • 56
    • 57
    • 58
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra