• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1

Suðræn sveifla hjá Kvennakór Kópavogs

20. apríl 2013

Það er ekki lognmollan hjá stelpunum í Kvennakór Kópavogs.

Á sumardaginn fyrsta hyggjast þær leggja land undir fót. Fyrst er förinni heitið vestur í Dali, nánar tiltekið í Búðardal þar sem áð verður í Leifsbúð og sungið um kl. 13:00 við opnun Jörfagleði. Leiðin liggur síðan alla leið til Ísafjarðar þar sem kórkonur munu dveljast dagana 25.-28 apríl og taka þátt í kóramóti í boði Kvennakórs Ísafjarðar. Aðrir kórar þar verða Kvennakór Öldutúns úr Hafnarfirði og norski kórinn Corevi. Allir kórarnir munu syngja á tónleikum í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. apríl kl 17:00.

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni verða vortónleikar kórsins sem áður var frestað haldnir í Digraneskirkju miðvikudagskvöldið 1. maí kl. 20:00. Boðið verður upp á takfasta tóna og suðræna sveiflu en þar koma fram ásamt kórnum þau Kristjana Stefánsdóttir og Bogomil Font. Á hljóðfærin spila Helga Laufey Finnbogadóttir á píanó, Axel Haraldsson á trommur og Þorgrímur Jónsson á bassa. Stjórnandi kórsins er að vanda Gróa Hreinsdóttir.

Eftir vortónleika verður síðan skipt um takt. Þá ætlar hópur úr kórnum að taka þátt í s.k. Mótorhjólamessu sem er árlegur viðburður í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu, 20. maí. Verður messan í ár með sveitahljómi og gospellsniði.

Vonast Kópavogskonur til að sjá sem flesta á þessum stöðum í vor.

Lesa meira

Vortónleikar Jórukórsins

18. apríl 2013

Einn af hinum árvissu vorboðum eru tónleikar hinna ýmsu kóra, sem halda uppi öflugu félags- og menningarstarfi. Hjá Jórukórnum hefur starfsárið verið einkar ánægjulegt. Síðastliðið haust fékk kórinn til liðs við sig nýjan stjórnanda, Stefán Þorleifsson og hefur hann slegið nýjan tón í efnisvali og áherslum kórsins. Það er ánægjuefni að talsverð endurnýjun hefur orðið í kórnum, ungar og öflugar söngkonur hafa bæst í hópinn og hafa yfir 40 konur æft af kappi og uppskera nú árangur vetrarstarfsins. 

Að þessu sinni verður boðið upp á tvenna tónleika. Í Selfosskirkju sunnudaginn 21. apríl kl. 20.00 og í félagsheimilinu Þingborg mánudagskvöldið 22. apríl kl. 20.30, þar verður kaffihúsastemning ríkjandi og boðið verður upp á kaffi og konfekt. 

Efnisskráin er afar fjölbreytt, þar er að finna kunn íslensk ættjarðar- og alþýðulög, íslensk dægurlög frá ýmsum tímum, þar á meðal eru lög eftir Björk Guðmundsdóttur og Of Monsters and Men. Einnig eru þekkt erlend dægurlög á dagskránni, sem í heildina eru mjög lífleg og skemmtileg. 

Frumflutt verður lag Stefáns Þorleifssonar, sem hann samdi fyrir Jórukórinn til minningar um Rannveigu Guðjónsdóttur sem söng lengi með kórnum, en féll frá langt um aldur fram. Lagið er við ljóð skáldkonunnar Erlu. Erla orti ljóðið til dóttur sinnar, Grétu, sem var móðir Rannveigar.

Hljóðfæraleikarar með kórnum verða Róbert Dan Bergmundsson á bassa og Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur en þeir ásamt Stefáni Þorleifssyni mynda kjarnann í Djassbandi Suðurlands.

Fyrir Jórur eru vortónleikarnir hápunkturinn í kórstarfinu og vonast kórkonur til að sjá sem flesta á tónleikunum sem framundan eru og hlakka til að njóta þeirra með tónleikagestum. 

Miðaverð er kr. 2.500.-, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Lesa meira

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra 10 ára

5. apríl 2013

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra, var stofnað 5. apríl 2003 og fagnar því 10 ára starfsafmæli nú. Mikil gróska hafði verið í kvennakórastarfi í nokkurn tíma þegar Gígjan var stofnuð og hefur sú þróun haldið áfram, en við stofnunina voru 17 kórar aðilar að landssambandinu en þeir eru nú 29 með yfir þúsund konum. 

Í ræðu sem Margrét Bóasdóttir, verndari Gígjunnar hélt á stofnfundinum, sagði hún meðal annars:

"Undirbúningsnefnd að stofnun Gígjunnar var skipuð í lok landsmótsins í Reykjanesbæ og sá Ingibjörg Guðjónsdóttir, stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar um að kalla okkur saman. Auk hennar voru í nefndinni Guðrún Karlsdóttir frá Kvennakór Suðurnesja, Kristín G. Ingimundardóttir Kvennakór Hafnarfjarðar, Þuríður Pétursdóttir Kvennakór Reykjavíkur, Stefán Þorleifsson, stjórnandi Kyrjukórsins í Þorlákshöfn og ég sem hér stend.

Stofnun þessara samtaka á sér nokkurn aðdraganda. Ef við hugsum aftur til síðustu aldar, fyrir 1990, þá voru ekki margir kvennakórar starfandi. Árið 1987 tek ég við stjórn Kvennakórsins Lissýjar, sem var starfræktur af Kvenfélagasambandi S-Þingeyinga og er mér í minni þegar Hólmfríður Benediktsdóttir sem hafði verið stjórnandi kórsins þau 2 ár sem hann hafði þá starfað, bað mig um að taka við, þar sem hún fór erlendis í framhaldsnám. Ég hugsaði: "Ýmislegt hef ég nú gert, en að stjórna kvennakór"! Skemmst er frá því að segja að ég hef sjaldan gert neitt eins skemmtilegt eins og að stjórna þessum kór 60 kvenna á aldrinum 18-73 ára. Þegar að því kom árið 1992 að taka ákvörðun um að flytjast búferlum þá var söknuðurinn mestur yfir því að skilja við þennan kór.

Vorið 1992 kom fram sú hugmynd hjá okkur í kvennakórnum Lissý að halda landsmót kvennakóra. Við öfluðum okkur upplýsinga um hve margir kórar væru starfandi og það fundust 5 kórar. Þeir mættu allir til leiks í félagsheimilinu Ýdölum og voru þetta um 150 konur. Minnsti kórinn kom lengst að: Kvennakórinn Ljósbrá úr Rangárvallasýslu með 14 kórfélaga. Ári síðar fór ég á vortónleika þeirra á Hvolsvelli og þá höfðu þær snúið tölunni við – voru orðnar 41".

Alls hafa verið haldin átta landsmót kvennakóra. Þau eru nú haldin á þriggja ára fresti og verður næsta mót haldið á Akureyri 9. - 11 . maí 2014. Á síðasta mót sem haldið var á Selfossi árið 2011 mættu um 600 konur og sást þar vel hversu öflug þessi hreyfing er.

Í tilefni þessara tímamóta fékk stjórn Gígjunnar Þóru Marteinsdóttur tónskáld til að semja lag fyrir aðildarkórana sem hún og gerði við ljóð eftir skáldkonuna Unni Benediktsdóttur Bjarklind (Huldu). Sótt var um styrk fyrir Tónverkasjóð Gígjunnar til Hlaðvarpans vegna þessa og hlaut verkefnið rausnarlegan styrk.

Lagið verður frumflutt í Hörpunni sunnudaginn 7. apríl nk. á hátíðartónleikum í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur og munu um 420 konur úr 6 kórum syngja lagið „Breyttur söngur“. Auk Kvennakórs Reykjavíkur syngja konur úr kórunum Vox Feminae, Léttsveit Reykjavíkur, Senjorítur, Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur.

Aðrir kórar sem stjórn Gígjunnar hefur fengið fregnir af að ætli að flytja afmælislagið í vor eru Kvennakór Háskóla Íslands sem flytur lagið á vortónleikum í Hátíðarsal Háskólans á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, Kvennakór Kópavogs, Kvennakór Öldutúns og Kvennakór Ísafjarðar ætla að flytja lagið saman ásamt norska kvennakórnum Corevi á litlu kvennakóramóti á Ísafirði laugardaginn 27. apríl, Kvennakór Hafnarfjarðar flytur lagið á vortónleikum í Hásölum 4. maí, Kvennakór Suðurnesja er með lagið á sinni dagskrá á vortónleikum sem haldnir verða 6. og 8. maí í Reykjanesbæ, Kvennakórinn Ymur ætlar að flytja lagið á vortónleikum í byrjun maí, Kvennakór Akureyrar syngur lagið á sínum vortónleikum í lok maí og Kvennakór Hornafjarðar ætlar að syngja lagið á vortónleikum 16. og 26. maí. Þær ætla líka að leyfa Ítölum að njóta þessa fallega lags en þær fara í söngferð til Ítalíu í byrjun júní og munu væntanlega flytja lagið á tónleikum þar. 

Stjórn Gígjunnar óskar öllum aðildarfélögum sambandsins til hamingju með afmælið!

Lesa meira

Frá konu til konu - Kvennakór Reykjavíkur 20 ára

26. mars 2013
Í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir hátíðartónleikar, „Frá konu til konu“ í Eldborgarsal Hörpu,sunnudaginn 7.apríl kl 15, þar sem að koma allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur.

Þetta verður fjölmennasti flytjendahópur til þessa á sviðinu í Eldborg eða um 420 konur.

Kórarnir eru:
Kvennakór Reykjavíkur, stjórnandi Ágota Joó
Vox feminae, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
Stúlknakór Reykjavíkur, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
Léttsveit Reykjavíkur, stjórnandi Gísli Magna
Senjorítur, stjórnandi Ágota Joó
Cantabile,stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir

Kórarnir munu syngja hver fyrir sig tónlist af ýmsum toga. Einnig munu kórarnir syngja saman og ber þar hæst lag eftir Þóru Marteinsdóttur, „Breyttur söngur" sem hún samdi við ljóð Huldu, í tilefni af 10 ára afmæli Gígjunnar. Einnig verður flutt tónlist eftir gömlu meistarana og ung íslensk tónskáld svo eitthvað sé nefnt.

Miðaverð er 4.800 kr / 3.800 kr / 2.800 kr og er miðasala á midi.is og harpa.is
Lesa meira
  • Fyrri
    • 1
    • ..
    • 50
    • 51
    • 52
    • 53
    • 54
    • 55
    • 56
    • 57
    • 58
    • 59
    • 60
    • ..
    • 189
  • Næsta

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra