Kvennakórinn Sóldís ætlar suður yfir heiðar um helgina og heldur tvenna tónleika laugardaginn 21. mars; í Guðríðarkirkju í Grafarvogi kl. 14:00 og í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði kl. 17:00.
Söngstjóri er Sólveig S. Einarsdóttir, undirleikarar eru Rögnvaldur Valbergsson, Jón Helgi Þórarinsson og Gunnar Sigfús Björnsson. Tveir einsöngvarar stíga á stokk, Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Á söngskránni er býsna fjölbreytt úrval laga, allt frá hefðbundnum íslenskum sönglögum til óhefðbundinna dægurlaga.
Aðgangseyrir er 3000 kr.