Þar sem nýtt starfsár Kvennakórs Hornafjarðar er að hefjast er ekki úr vegi að segja fá því hvað er á döfinni.
Aðalfundur kórsins var haldinn í Sindrabæ föstudagskvöldið 12. september s.l. og var góð mæting. Þó nokkur ný andlit létu sjá sig í bland við eldri félaga. Ný stjórn var kosin og hana skipa: Ólöf Gísladóttir formaður, Lucia Óskarsdóttir gjaldkeri, Þórhildur Kristjánsdóttir ritari og Arna Ósk Harðardóttir og Guðlaug Úlfarsdóttir meðstjórnendur. Eftir fundinn var farið í óvissuferð þar sem var grillað og haft gaman fram eftir kvöldi.
Fyrsta kóræfing vetrarins verður í Sindrabæ miðvikudagskvöldið 8. október kl. 19:30.
Kórinn hefur aldrei verið stærri en nú en alltaf er hægt að bæta við söngglöðum konum og bjóðum við því nýjar konur velkomnar.