Næstu vikuna stendur Mosfellsbær fyrir Haustmenningarhátíð fyrir bæjarbúa og aðra gesti. Á metnaðarfullri dagskrá má finna tónlistar- og menningarviðburði þar sem mosfellskir listamenn koma fram.
Heklurnar taka þátt í Menningarhausti í Mosfellsbæ með virkum hætti og bjóða gestum og gangandi á opna æfingu næsta þriðjudag frá kl. 20-21 í Varmárskóla. Vertu velkomin(n).