Kvennakórinn Heklurnar tekur þátt í hátíðartónleikum til styrktar krabbameinsdeild Landspítalans, 11E. Tónleikarnir verða í hádeginu þann 12. desember í Laugarneskirkju og hefjast kl. 12. Miðaverð er 2000 krónur. Dagskráin er fjölbreytt og mega tónleikagestir búast við hátíðarstemningu og gleði í anda jólanna.
Einsöngvarar á tónleikunum eru Viðar Gunnarsson bassi, Auður Gunnarsdóttir sópran og Nathalía D Halldórsdóttir mezzosópran. Kammerhópurinn Stilla annast undirleik.