Fimmtudagskvöldið 13. mars heldur kvennakórinn Kyrjurnar tónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20:00. Gestur kórsins á tónleikunum verður söngvarinn Þór Breiðfjörð, sem söng svo yndislega í Vesalingunum. Yfirskrift tónleikanna er "That's Amore" og verður lagavalið létt og skemmtilegt.
Stjórnandi Kyrjanna er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir og píanóleikari er Helgi Hannesson. Auk þess kemur Tríó Þórs fram á tónleikunum en það skipa þeir Jóhann Hjörleifsson á trommur, Jón Rafnsson á kontrabassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó.
Eins og fyrr segir verða tónleikarnir í Seltjarnarneskirkju fimmtudagskvöldið 13. mars 2014 og hefjast þeir kl. 20:00. Miðaverð er 3.500 kr. og verður miðasala við innganginn. Það er tilvalið að kíkja á tónleika og njóta góðrar tónlistar í fallegri kirkju.